Jón Hjalti Eiríksson, nemandi í 4. N er kominn í úrslit í eðlisfræðikeppni og á möguleika á að komast á Ólympíuleikana í eðlisfræði. Allir nemendur sem komust í úrslitakeppnina fá bókaverðlaun fyrir góðan árangur í forkeppninni og fimm efstu í úrslitakeppninni fá peningaverðlaun. Stefnt er að því að fara með fimm efstu keppendurna úr úrslitakeppninni til Bangkok þar sem Ólympíuleikarnir í eðlisfræði fara fram 10. – 18. júlí. Þetta er því frábær árangur hjá Jóni Hjalta sem mun taka þátt í úrslitakeppninni sem er tveggja daga keppni, verkleg og fræðileg. Óskar skólinn Jóni Hjalta hjartanlega til hamingju með árangurinn og það verður spennandi að sjá hvernig honum mun ganga í úrslitunum.
Þeir nemendur sem boðið var til úrslitakeppninnar eru eftirfarandi í röð miðað við árangur í forkeppninni:
Arnór Hákonarson MR
Atli Þór Sveinbjarnarson MR
Árni Indriðason MR
Jón Hjalti Eiríksson ML
Bjarni Bragi Jónsson VÍ
Áslaug Haraldsdóttir VÍ
Konráð Þór Þorsteinsson MR
Sigtryggur Hauksson MH
Aðalsteinn Axelsson MR
Björn Bjarnsteinsson MR
Magnús Pálsson MH
Matthías Páll Gissurarson MR
Hallfríður Kristinsdóttir MA
Ólafur Pálsson MH