Jón Hjalti Eiríksson, nemandi í 4. N, sem varð fjórði í undanúrslitum eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna, varð þriðji í úrslitum keppninnar nú um helgina. Fimm efstu í úrslitum hlutu peningaverðlaun og sömuleiðis var þetta úrtökukeppni fyrir þátttökulið Íslands í Ólympíuleikum í eðlisfræði sem fer fram í Bangkok í júlí. Aðspurður sagðist Jón ekki komast á Ólympíuleikana vegna aldurstakmarks – hann er tvítugur síðan í janúar.
Óskum við Jóni hjartanlega til hamingju með afar góðan árangur.
Sigurjón Mýrdal.