magnusbjFyrir skemmstu boðuðu nemendur fjórða bekkjar til kennaragríns, svo sem hefð mælir fyrir um. Undirritaður átti þess því miður ekki kost að vera þarna viðstaddur, en hefur fregnað að þarna hafi allt verið með ágætasta móti. Að öðru leyti treystir hann sér ekki til að fjalla um samkomuna, utan geta þess, að þarna var Magnús nokkur Bjarki Snæbjörnsson í hlutverki aðstoðarskólameistara og myndaði samkomugesti af miklum móð, svo sem vera ber. Myndirnar eru nú komnar á myndasíðuna, eftir að hafa verið unnar lítillega. Það má ljóst vera, að Magnús er vaxandi ljósmyndari.

-pms