Anita_frettÍ þessari viku hefur Aníta Ólöf Jónsdóttir nemi í kennslufræðum til kennsluréttinda við H.A. verið í vettvangsnámi í M.L. Aníta er með BS í Náttúru- og umhverfisfræðum frá Landbúnaðarháskólanum og stefnir að því að ljúka kennslufræðináminu frá H.A. í vor. Hún hefur notað þessa viku vel, fylgst með kennslu í líffræði og jarðfræði auk þess sem hún hefur heimsótt ýmis önnur fög t.d. ensku, frönsku, dönsku, efnafræði og félagsfræði svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur hún spjallað við nemendur, húsbónda á heimavist og skólastjórnendur um starfsemi og daglegt líf nemenda og kennara hér við M.L. Ekki er hægt að sjá annað en að Anítu lítist vel á staðinn og mun hún koma hingað aftur í lok góu til að sinna æfingarkennslu í líffræði og jarðfræði.

Jóna Björk Jónsdóttir, líffræði og jarðfræði kennari.