gettubeturÍ kvöld, fimmtudagskvöld, hefur lið ML leik í spurningakeppninni Gettu betur þetta ári. Liðið mætið liði MH kl. 19:30 og má fylgjast með keppninni á Rás2. Nú skipa liðið (frá vinstri á myndinni) þau Bjarki Freyr Guðmundsson frá Flúðum, Bjarni Sævarsson frá Arnarholti og Þjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti. Bjarki Freyr keppir nú fyrsta sinni, en Bjarni og Þjóðbjörg eru reynsluboltar.

Þá er einnig framundan næsta lota í Morfís ræðukeppninni, en lið ML mun takast á við MR-inga miðvikudaginn 16. janúar. 

Megi okkar fólki takast vel upp.

-pms