Í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna keppa þriggja til fjögurra manna lið í að stýra fyrirtæki í ákveðinn tíma með sem bestum árangri. Mikilvægur hluti af starfi stjórnenda er að taka ákvarðanir, bæði um atriði í starfsemi frá degi til dags og stærri ákvarðanir sem hafa áhrif á starfsemina, og samfélagið allt, til frambúðar.

Keppnin er haldin á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og er markmiðið að vekja áhuga ungs fólks á góðri og ábyrgri stjórnun. Keppnin er byggð á Edumundo-herminum sem er vel þekktur og var keppnin í ár fólgin í því að stýra fyrirtæki yfir nokkurra ára tímabil sem var í útflutningi á reiðhjólum og verkefnið var að koma þeim inn á fleiri markaði.

Í ár tóku 16 lið þátt frá hinum ýmsu framhaldsskólum og varð lið Menntaskólans að Laugarvatni í 2. sæti. Liðið var skipað  þeim Kristjáni Bjarni R. Indriðassyni, Sindra Bernholt, Ingu Rós Sveinsdóttur og Sigríði Maríu Jónsdóttur, sem sjást á meðfylgjandi mynd ásamt þeim Hrefnu S. Briem, forstöðumanni grunnnáms við viðskiptadeild HR og stjórnanda keppninnar, Gijs van Duijn frá Edumundo.

Tekið af síðu HR;  https://www.ru.is/haskolinn/frettir/blandad-lid-mh-mr-og-ms-vann-stjornunarkeppni-framhaldsskolanna

VS