Menntaskólinn að Laugarvatni skilar Grænu bókhaldi og greinir hversu mikill úrgangur skapast við rekstur stofnunarinnar og

hversu miklu kolefni reksturinn leiðir af sér. Í takt við stefnu skólans í umhverfismálum og áherslur ríkisstjórnarinnar hefur

rekstur skólans árið 2020 verið kolefnisjafnaður.

Kolviður sá um það fyrir skólann og vottast það í meðfylgjandi vottorði.

Menntaskólinn að Laugarvatni leggur áherslu á að nemendur og starfsfólk séu meðvituð um umhverfismál og taki þátt

og leggi sitt af mörkum í málefnum er varðar loftlagsmál og umhverfið.

Jóna Katrín aðstoðarskólameistari