Fyrsta æfing vetrarins hjá kór ML var í gær. Í kórinn eru nú skráðir 117 nemendur, sem eru tæplega 70% nemenda! Starfið í vetur verður að venju fjölbreytt og skemmtilegt. Sem dæmi þá fer kórinn í æfingabúðir til Víkur eftir mánuð og í vor nær starfið hámarki í Ítalíuferð.
Nú er kórinn kominn með verkefnastjóra sem heldur utan um alla þræði með Eyrúnu Jónasdóttur kórstjóra, og stjórn kórsins. Verkefnastjórinn er íslenskukennari skólans og fagstjóri, Aðalbjörg Bragadóttir. Aðalbjörg er með meistaragráðu í íslensku, og auk þess tónlistarmenntuð í píanóleik með meiru. Það er mikill fengur fyrir skólann og kórinn að fá hana til starfa í þetta nýja verkefni.
vs