Síðastliðinn föstudag ferðaðist kórinn saman um Suðurland og söng á nokkrum vel völdum stöðum. Við létum ekki veðrið stoppa okkur og lögðum tímanlega af stað.

Kórinn byrjaði á því að syngja fyrir Grunnskólann í Hveragerði, svo fengum við okkur að borða saman í Hvíta húsinu á Selfossi, virkilega gott hlaðborð og allir fóru saddir og sælir á næsta áfangastað. Þá fengu þau að syngja fyrir Grunnskólann á Eyrarbakka og enduðu svo á glæsilegum tónleikum á Sólheimum en kórinn söng í kirkjunni þar sem er virkilega falleg og skemmtilegur tónleikastaður.

Fjölbreytt lög voru tekin, ýmis dægurlög í bland við hefbundin íslensk lög. Virkilega vel gert hjá þeim undir stjórn Eyrúnar kórstjóra.

Þetta var góð æfing fyrir komandi vortónleika sem enginn vill missa af! Auglýsum þá síðar.

Nemendur voru að sjálfsögðu til fyrirmyndar hvert sem farið var, kurteis og snyrtileg.

Við látum nokkrar myndir  fylgja af gleðinni.

Karen Dögg verkefnastýra kórsins