Næsta vetur verða körfuboltaæfingar á vegum Ungmennafélags Laugdæla fyrir ML-inga og aðra sem vilja æfa með þeim.  

Það er löng hefð fyrir körfubolta á Laugarvatni og því ánægjulegt að nú geti þessi aldurshópur tekið þátt á ný, eftir nokkurt hlé. Þjálfari verður Florijan Jovanov.  

Fleiri möguleikar eru á staðnum fyrir nemendur sem vilja stunda íþróttir. Má þá nefna svokallaða ML-tíma sem íþróttaformenn  nemendafélagsins Mímis skipuleggja fjóra daga vikunnar. 

Það eru fjölbreyttir tímar sem allir nemendur geta sótt. Þá er til dæmis farið í fótbolta, badminton, skotbolta, zumba og bandý og allt þar á milli. Öflugt blakstarf er hjá Laugdælum og nokkur dæmi eru um að nemendur í ML hafi stundað þær æfingar. Að sjálfsögðu eru íþróttir í stundatöflu allra nemenda auk þess sem boðið er upp á vinsæla valáfanga í útivist. Þreksalurinn og sundlaugin eru í toppstandi! Svo allir ættu að geta fundið hreyfingu við hæfi sem koma í ML.