Föstudaginn 6. október fór kórinn saman í æfingabúðir upp í Hlíðardalsskóla í Ölfusi þar sem gist var eina nótt. Stífar æfingar voru þar frá því kórinn mætti þangað um fjögurleytið á föstudeginum og þar til hann fór um tvöleytið á Laugardeginum. Við gleymdum þó ekki að taka með okkur góða skapið og njóta þess saman í ferðinni en um kvöldið héldu nemendur virkilega vel heppnaða kvöldvöku þar sem hver rödd og hver bekkur var með atriði. Allt frá því að syngja lög úr söngvamyndinni Mamma Mia2 og vera með hópeflisleiki þar sem reyndi vel á keppnisskapið hjá mörgum. Svo var auðvitað sungið og trallað fram eftir kvöldi.
Óhætt er að segja að nemendur voru skólanum til sóma bæði í umgengni og hegðun enda ekki við öðru að búast af ML-ingum!
Við látum nokkrar góðar myndir fylgja hér með.
Karen Dögg verkefnastýra kórs ML