Vortonleikar15Fludir29041511Það var auðvitað fullt hús á ágætum tónleikum kórsins á Flúðum 28. apríl. Það var greinilegt að framfarir eru stöðugar og sannaðist að lengi má gott bæta. Félagar í kórnum eru nú 63, eða um 40% nemenda í skólanum. Dagskráin var fjölbreytt, með kórinn í aðalhlutverki eins og við var að búast. Þarna komu einnig fram einsöngvarar og hljóðfæraleikarar.

Kórinn er nýkominn heim úr sérlega velheppnaðri söngferð til Kaupmannahafnar og henni verða gerð betri skil þegar úrvinnslu myndefnis úr ferðinni er lokið og sagan hefur verið rituð. Hér eru myndir frá tónleikunum á Flúðum.

Stjórnandi kórsins er Eyrún Jónasdóttir

pms