korinn mar12Nú liggur nokkurnveginn fyrir hvert umfangs kórsins verður í vetur, en það stefnir í að kórfélagar verði milli 70 og 80. Kórstórinn, Eyrún Jónasdóttir, hefur að undanförnu verið að prófa og flokka nýja félaga og á síðustu æfingu var síðan kosin stjórn, en hana skipa:
Hlynur Guðmundsson, 4N, formaður
Freyr Melsteð Jóngeirsson, 2N
Lovísa Guðlaugsdóttir, 2F

Þá voru einnig kosnir raddformenn, en þeir eru þessir: Alt: Ólöf Ósk Birgisdóttir, 4N, Bassi: Þorgeir Sigurðsson, 4N, Sópran: Andrea Hrund Bjarnadóttir, 3F og Tenór: Trygve Langfeldt, 4N.

Það er ástæða til að óska nýrri stjórn til hamingju með embættin og um leið að hvetja þau til að vera vakandi fyrir öllu því sem stuðlar að því að kórstarfið verði sem árangursríkast og skemmtilegast. 

-pms