Ú ferð kórsins austur til VíkurKórfélagar voru ekki fyrr komnir úr páskaleyfi en þeir lögðu í söngferð um Suðurland. Fyrst söng kórinn fyrir nemendur í Bláskógaskóla í Reykholti, því næst lá leiðin í Flúðaskóla og Hvol á Hvolsvelli þar sem nemendur úr grunnskólum Rangárvallasýslu fengu að njóta og  tónleikaferðinni lauk síðan í Leikskálum í Vík þar sem sungið var fyrir Skaftfellinga.

Fyrir utan það að þetta uppátæki var dýrmæt kynning á skólanum og öflugu kórstarfi, þá var ferðin hluti af undirbúningi kórsins fyrir Danmerkurferð dagana 23.-26. apríl. 

Með í þessari för voru, auk stjórnandans Eyrúnar Jónasdóttur, Pálmi Hilmarsson, sem eins og oft áður ók hópnum og Gríma Guðmundsdóttir, námsráðgjafi, sem nýtti ferðina til að kynna skólann fyrir grunnskólanemendum í Vík. 

pms

Myndir Grímu úr ferðinni