lvsept2011 30Vortónleikar kórs skólans verða haldnir í kvöld, 2. maí, kl. 20:30. Dagskráin er afar fjölbreytt og margir einsöngvarar úr hópi kórfélaga koma fram.

Til gamans er hér sýnishorn af söng kórsins í Héraðsskólahúsinu þann 12. apríl s.l. en þá sótti mennta- og menningarmálaráðherra Laugarvatn heim.  Þarna var Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður og ritstjóri staddur og tók upp.

Svo er bara að fjölmenna á tónleikana.

-pms