Nú á haustönn hafa nemendur á 3. ári tekið þátt í valáfanga þar sem aðaláhersla er lögð á leiklist og kvikmyndatónlist.

Leiklistarhluta áfangans lauk nýverið með uppfærslum nemenda á frægum einræðum úr leiklistarheiminum. Á svið fetuðu

nemendur í fótspor ekki ómerkari listamanna en Beyoncé Knowles, Samuel L. Jackson, Robin Williams og Jeff Daniels, svo fáeinir séu nefndir.

Leikararnir mættu svo í leikbúningi og með tilheyrandi leikmuni til þess að kóróna verkið. Verkefnið tókst afar vel og nokkuð ljóst

að innan veggja skólans leynast miklir leikhæfileikar og öflugir listamenn.

Jóna Katrín Hilmarsdóttir enskukennari