María Lilja Þrastardóttir fjallaði um #6dagsleikann og fleiraNemendur í 1F og 1N fóru á Málþing kynjafræðinema í framhaldsskólum fimmtudaginn 15. október. Kynjafræði er nú kennd í mörgum framhaldsskólum en víðast hvar sem valfag. ML er fyrsti skólinn til að hafa kynjafræði sem skyldufag fyrir alla nemendur. Kynjafræðikennarar í nokkrum framhaldsskólum tóku sig saman og skipulögðu málþingið, sem var að þessu sinni haldi í Rimaskóla í Grafarvogi.

Fyrirlestrarnir voru fjölbreyttir og komið var inn á mikilvæg mál eins og kynfrelsi, kynferðisofbeldi, mörg dæmi um mismunun og gildi jafnréttisbaráttu. Það bar hæst að nemendur fundu upp á myllumerkinu #allirgráta og var það fljótt að breiðast út. Hér má sjá frétt um það: http://stundin.is/frett/graet-reglulega-yfir-fegurd-dottur-minnar/

–          Freyja