Á vormánuðum hefur verið nóg um að vera í fræðslu og forvörnum tengdum kynlífi, samskiptum og jafnrétti.  

Sjötta vika ársins var tileinkuð kynfræðslu í ML, sem víðar. Fræðsluátakið Vika6 er á vegum Reykjavíkurborgar en við hoppuðum á vagninn; hengd voru upp plaköt, sýnd myndbönd í kennslustundum og haldnar umræður í umsjónartíma. Þemað þetta ár var kynlíf og menning þar sem lögð var áhersla á myndsendingar í ljósi kynfrelsis og ofbeldis. Á bókasafninu var stillt upp kynfræðsluhillu með öllu tiltæku efni.   

Sjúk ást er verkefni á vegum Stígamóta. Því var hrundið af stað 3. mars og í frímínútum þann morgun var dansað gegn ofbeldi í holinu. Dúndrandi danstónlist og allir fengu sleikjó! Plaköt voru hengd upp til að vekja athygli á nýju netspjalli sjúkt-spjall og sambandsprófum á sjukast.is.  

UN women héldu fyrirlestur fyrir nemendur á fyrsta ári þann 2. mars. Mikilvæg og átakanleg umræða sem fór fram á Streymi og gekk mjög vel.  

Þakkir til allra sem komu að undirbúningi og tóku þátt. Þessi málefni verða vonandi áfram á dagskrá sem oftast og víðast.  

Freyja 

jafnréttisfulltrúi ML