Á þriðjudaginn var, þann 29. október var árlegur kynningardagur Menntaskólans að Laugarvatni. Rétt um 130​ gestir heimsóttu skólann þennan dag, nemendur 9. og 10. bekkja margra grunnskóla á Suðurlandi ásamt kennurum.  Hefð er fyrir því að ML bjóði sunnlenskum nemendum á sérlegan kynningardag að hausti og hefur verið afar ánægjulegt hversu margir grunnskólar hafa þekkst boðið ár hvert.

Eftir kynningu nemenda ML og kennara þeirra á ​skólastarfinu, skipulagi, húsakynnum og aðstöðu allri, ríkum hefðum skólans, heimavistar- og félagslífi, starfsemi nemendafélagsins, á mötuneytinu og ekki síst á þjónustu þvottahússins var öllum boðið í síðdegisverð í mötuneyti skólans áður en fólk fjölmennti á næsta viðburð, söngkeppnina Blítt og létt.

Meðfylgjandi myndir tók Ívar Sæland ljósmyndari

VS