ML_dagur_frettKynningardagur ML er í dag og er búist við rúmlega 200 gestum, grunnskólanemendum úr 9. og 10. bekkjum í grunnskólum á Suðurlandi og kennurum þeirra.  Menntaskólinn að Laugarvatni hefur verið með sérstakan kynningardag einu sinn á ári í hartnær 10 ár, nú síðustu árin að jafnaði um miðjan nóvember.  Nemendur þeirra grunnskóla sem sækja ML heim keppa innbyrðis í körfubolta pilta og stúlkna og svo í skák og er oft mikill handagangur í öskjunni í þeim keppnum.  Sigurverarar keppnisgreina fá farandbikara sem varveittir eru í menntaskólanum milli kynningardaga.  Að dagskrá í íþróttahúsinu lokinni fá grunnskólanemendurnir kynningu á húsnæði menntaskólans og allri aðstöðu undir leiðsögn nemenda hans.  Eins kynna kennarar, oft með aðstoð nemenda, námsgreinar þær sem kenndar eru.

 

Öllum gestum er boðið í hádegismat og snemmbúinn kvöldmat hvar Svenni bryti og hans fólk töfra fram rétti fyrir allan gestafjöldann í viðbót við nemendur og starfsmenn menntaskólans, alls um 400 manns.

 

Kl. 18:00 hefst Blítt og létt sem er undankeppni í skólanum fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna sem verður síðar á árinu.IMG_2469

 

Er mikil tilhlökkun í hópnum, lífsgleði og birta yfir.  Leynivinavikan stendur yfir, náttfatadagur og náttfataball er á morgun og þar upplýsist m.a. hver leynivinurinn var hjá hverjum og einum.

 

Gríma Guðmundsdóttir námsráðgjafi heldur utan um skipulag og undirbúning kynningarinnar og Ólafur Guðmundsson íþróttakennari heldur utan um íþróttakeppnina.  Sigurjón Mýrdal stærðfræði- og eðlisfræðikennari sér um skákkeppnina.  Allt utanumhald íþróttakeppnanna og kynningarinnar er með aðstoð nemenda skólans.  Og síðast en ekki síst sjá nemendur sjálfir, undir stjórn stjórnar Mímis, um allt er viðkemur Blítt og létt, leynivinaviku, náttfatadegi og náttfataballi.  Það er gaman í ML !

 

hph