Þann 28. október var kynningadagur í ML þar sem nemendur í 10. bekk fengu að koma í skólann og var hann kynntur fyrir þeim. Sama dag var haldin hin árlega söngvakeppni Blítt og Létt í íþróttahúsinu á Laugarvatni þar sem nemendur skólans sungu og léku á hljóðfæri. Dómarar voru þau Sólborg Guðbrandsdóttir, Magnús Kjartan Eyjólfsson og Karl Hallgrímsson. Fengu keppendur að velja hvort þeir sáu sjálfir um hljóðfæraleikinn eða nýttu sér Hróðmenn, hljómsveit keppninnar. Hróðmenn skipa þeir Arnar Kári Guðjónsson á bassa, Elvar Bragi Kristjónsson á píanó, Steinn Daði Gíslason á trommur og Hróðmar Sigurðsson á gítar. Í þriðja sæti höfnuðu þær Gísella Hannesdóttir með frumsamda lagið Dreifum gleði og ást og Oddný Lilja Birgisdóttir með Vetrarsól. Í öðru sæti hafnaði Oddný Jóhanna Benónýsdóttir með lagið Unawere og var Freyja Benónýsdóttir í bakrödd. Að lokum var það Freyja Benónýsdóttir sem náði fyrsta sætinu með Lagið Distance. Bakraddir hennar voru Oddný Jóhanna Benónýsdóttir, Erla Rut Pétursdóttir og Hákon Kári Einarsson. Viljum við færa dómurum og Hróðmönnum kærar þakkir fyrir vel unnin störf þetta kvöld. Einnig viljum við þakka Mika Restaurant, Kaffi Krús, Þrastarlundi, Rangárþingi eystra, Bláskógabyggð og Hrunamannahreppi sem styrktu viðburðinn.
Oddný Lilja Birgisdóttir og Þóra Björg Yngvadóttir
Blíðar og léttar myndir eru hér.