Hinn árlegi kynningardagur ML var fimmtudaginn 9. nóvember. Í ár heimsóttu okkur nemendur úr átta grunnskólum á Suðurlandi ásamt kennurum sínum. Alls voru rúmlega 150 manns gestkomandi í skólanum þennan dag.
Grunnskólanemendunum var skipt upp í níu hópa, sem fóru í kynnisferð vítt og breitt um skólann og heimavistir frá kl. þrjú til fimm. Faggreinakennarar tóku á móti hópunum í víðsvegar um bygginguna, kynntu sínar greinar og áherslur í kennslu og námi. Leiðsögumenn voru ML-ingar, sem leiddu gesti sína um og sögðu frá ýmsu öðru í skólastarfinu, félagslífi o.fl.
Eftir yfirferð og skoðun, hlátur og almenn skemmtilegheit var boðið upp á kvöldverð í mötuneyti skólans, áður en allir, heimamenn og gestir héldu niður í íþróttahús á söngkeppni nemendafélagsins Mímis, Blítt og létt.
Hérna eru myndir frá kynningardeginum.
vs