rotarykynnÁ þriðjudaginn var, hittust Rótarýmenn á Selfossi á kvöldverðarfundi, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi á þessari síðu, nema vegna þess að þarna voru einnig mættir þeir Helgi Ármannsson, stallari, og Guðmundur Snæbjörnsson, báðir nemendur í ML,  en þeim hafði verið boðið á fundinn til að kynna skólann.  Þeir félagarnir fóru þarna yfir það sem lýtur að námi, félagslífi, aðbúnaði og ýmsu öðru sem klúbbfélagana fýsti að vita um skólann. Það var gerður góður rómur að máli þeirra og margs var spurt. 

-pms