kanobrosNýnemar settust í kanóa í gær og héldu út á Laugarvatn í suddanum.
Í morgun settust þeir við skólaborðin sín og lögðu af stað í fjögurra vetra leiðangur á vit aukins þroska, visku og færni.  
Það var fræðandi að fylgjast með kanóferðinni í gær, þar sem sumir fóru varlega af stað, gættu þess að fara ekki of langt frá landi og sigldu fleyjum sínum af öryggi til sama lands.

Aðrir ákváðu á láta reyna á mörkin, sem þarna voru vatnsbakkinn, og reru þar til umsjónarmanni kanóferðanna þótti nóg um og sendi menn sína eftir ævintýramönnunum til þess að benda þeim vinsamlegast á, að kapp væri best með forsjá og að þeirra væri vænst til baka.

Allt fór þetta vel, en í stórum dráttum gildir það sama um leiðina sem liggur um lendur þær sem nemendur ML fara um á vegferð sinni að stúdentsprófinu.

Skólinn var settur í morgun og í beinu framhaldi hófst formlegt nám og kennsla. Byrjunin lítur vel út og framundan spennandi tímar.

pms

MYNDIR: 
Kanóferð 
Skólasetning