Á morgun nær fjölþætt og annasöm vika hápunkti með því að nýnemar hljóta vígslu inn í nemendasamfélagið, með hefðbundinni skírn.
Vikan hófst með því nýnemar komu nánast allir á staðinn með foreldrum sínum. Meðan stjórn nemendafélagsins kynnti aðstæður allar fyrir nýja fólkinu, sátu foreldrar og forráðamenn fund með starfsfólki skólans.
Á þriðjudag fengu nýnemar kynningu frá stjórnendum og námsráðgjafa, fyrir hádegi, en eftir það söfnuðust þeir niður að Laugarvatni þar sem þeir tóku í báta og skelltu sér í ratleik. Síðdegis fóru eldri nemendur síðan að tínast á staðinn.
Skólasetning var á miðvikudagsmorgun og kennsla hófst í framhaldinu, en jafnframt svokölluð busavika, en stjórn Mímis skipuleggur viðburði hennar og framkvæmir.
Nú eru 170 nemendur í skólanum, þar af 54 nýnemar. Fyrstu dagarnir lofa góðu um framhaldið.
-pms