skirnNú er lokið síðasta þætti „leikrits“ nemenda, þar sem sumir þekkja hlutverkin (misvel þó), en aðrir hafa minni hugmynd um, um hvað málið snýst.

Hápunkturinn felur í sér einu hefðina sem haldist hefur tiltölulega óbreytt frá upphafi vega, eða svo lengi sem elstu menn muna, en það er sjálf skírnin í Laugarvatni. Aðrir hlutar „leikritsins“ (þeirra hefða sem hafa skapast í kringum inntöku nýnema í nemendasamfélagið) eru seinni tíma viðbætur – mis gamlar.

Atburðir þeirra daga sem liðnir eru frá því skóli hófst, hafa gengið harla snurðulaust fyrir sig, en vissulega fara skoðanir á leikverkinu talsvert eftir þeim árafjölda sem sá sem skoðanirnar tjáir, hefur lagt að baki.

-pms 

myndir frá „busauppboði“ og lokaþætti „busaviku“.