Leikrit ML-inga í Borgarleikhúsinu
Leikritið Menntavegurinn eftir Gísellu Hannesdóttur nemanda í 3F í ML verður sýnt á Unglistahátíðinni í Borgarleikhúsinu helgina 20. – 21. nóv. Gísella er sjálf leikstjóri sýningarinnar og leikararnir eru einnig nemendur skólans, þau Agnes Fríða Þórðardóttir í 1N, Sigríður Ósk Jónsdóttir í 3N og Þrándur Ingvarsson í 1. N.
Menntavegurinn fjallar um skólagönguna og er tileinkað öllum þeim sem hafa átt erfitt með að fóta sig ,,á hinum holótta Menntavegi,“ segir í fréttatilkynningu frá leikhópnum.
Miðasala er á https://tix.is/is/event/12377/ungleikur/