Vetur_skolahusidSú vinnuregla hefur þróast hér á undanförnum árum að amk. einu sinni á vetri er leitað með skipulögðum hætti að ólöglegum vímuefnum á heimavistum ML. Það er gert með aðstoð fíkniefnalögreglunnar á Selfossi sem kemur með hund sér til aðstoðar og farið er um allar vistir með hann. Í upphafi skóla á haustin er foreldrum nýnema, sem og nýnemunum sjálfum gerð grein fyrir því að leit þessi muni fara fram einhvern tímann að vetrinum.  Sem betur fer er afar sjaldgæft að hér finnist nokkuð sem við ekki viljum hafa hér og verður það að teljast jákvætt. Að þessu sinni fannst ekki neitt og mátti skilja á lögreglumönnum þeim sem hingað komu að þeir væru afar ánægðir með utanumhald á staðnum og ekki síður það að skólayfirvöld skuli taka jafn fast á þessum málum og raun ber vitni. Það er okkar mat að slík aðgerð hafi ótvíræða kosti og sé ríkur þáttur í forvarnarstarfi skólans.

 

Pálmi Hilmarsson

Forvarnarfulltrúi.