leynivinÞessi vika er afskaplega fjölþætt, eins og áður hefur komið fram. Ofan á allt sem fyrir var er nú hafin leynivinavika, svokölluð, sem framkallar talsverða spennu á göngum. Leynivinir keppast við að varpa ljóma á vin sinn, sem síðan roðnar yfir öllum gullhömrunum. Þá taka sumir leynivinirnir sig til og senda einhverja skemmtilega gjöf til vinar síns. Allt er þetta mjög líflegt.

Talsverður hópur kennara vill eindregið að starfsmenn taki einnig upp á því að hafa leynivinaviku af þessu tagi, en ekki hefur orðið af framkvæmd enn, af óþekktum ástæðum.
pms