jolaskrautSenn líður að jólum.  Síðasti prófadagur líðandi önn var í morgun, miðvikudag 14. desember.  Sjúkrapróf eru sárafá og klárast þau í dag og á morgun.  Vonast er til að hægt verði að senda út til nemenda síðasta skólasóknaryfirlit annarinnar ásamt einkunnablöðum ólögráða nemenda fyrir komandi helgi.

Skrifstofa skólans er opin til hádegis föstudaginn 16. desember n.k. og opnar að nýju þriðjudaginn 3. janúar kl. 9:00.  Fyrirspurnir má senda á ml@ml.is og verður þeim svarað eftir föngum.

Stundatafla vorannar 2012 er komin inn í Innu og hefst kennsla samkvæmt skipulagi hennar miðvikudaginn 4. janúar.

hph