logolifshlML er aðili að verkefninu „Heilsueflandi framhaldsskóli“ og í ár er lögð áhersla á hreyfingu. Í tengslum við það tekur ML þátt í Lífshlaupi framhaldsskólanna sem stendur frá 3. okt. – 16. okt. Sextán framhaldsskólar keppa sín á milli og jafnframt er keppni milli liða innan hvers skóla. Í ML myndar hver bekkur eitt lið og starfsmenn eitt. Það stefnir í harða keppni. Eins og staðan er núna er ML í efsta sæti í sínum flokki en Framhaldsskólinn á Húsavík fylgir fast á eftir.

Í byrjun keppninnar voru starfsmenn ML ofarlega í innanhúskeppninni en nú hafa nemendur tekið við sér og er 3. bekkur nátturfræðbrautar í efsta sæti. Á þessari stundu er ómögulegt að segja til um hvaða lið mun standa uppi sem sigurvegari í ML eða hvort ML muni vinna sinn flokk. Það eru fjörugir heilsueflandi dagar framundan í ML! Hægt er að fylgjast með stöðu keppninnar á: http://lifshlaupid.is/framhaldsskolar/

 

áh/gg

Gríma Guðmundsdóttir og Áslaug Harðardóttir halda utan um keppnina, hvetja og styðja, hvor aðra og alla hina. Þarna er mikil vinna að baki, sem sést ekki mikið á yfirborðinu, tekur því meira á og ólgar undir lygnu yfirborði.

-pms