Í lífsleiknitíma fyrir nokkrum vikum kom María Guðmundsdóttir í heimsókn, leikkona með meiru. Hún spjallaði við nemendurna um leiklistina og hversvegna hún ákvað, sextug að aldri, að prófa eitthvað alveg nýtt þegar hún fór á eftirlaun. En þangað til hafði hún starfað sem hjúkrunarfræðingur.
Hún ræddi spuna, Steindann okkar, uppistandssýningarnar sínar og margt fleira og fengum við að sjá að það er svo sannarlega aldrei of seint að gera eitthvað nýtt og spennandi!
Ásrún Magnúsdóttir lífleiknikennari með meiru