vortonl elliÁ tónleikum ML-kórsins í gærkvöld voru meðal margra annarra, góðra gesta, heiðurshjón, sem lengst af bjuggu á Lindarbrekku í Laugarási. Þetta eru þau Jónína (Jóna á Lind) Jónsdóttir og Guðmundur Indriðason. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það, að Guðmundur verður 97 ára þann 15. maí, næstkomandi. Hann kom mikið að uppbyggingu skólanna á Laugarvatni, og þar kynntust þau Jóna.  Hér er meira um það.

Hjónakornin eiga barnabarn í skólanum, sem jafnframt er í kórnum, Auði Hönnu Grímsdóttur frá Ásatúni í Hrunamannahreppi.

-pms