hh_MLLífríki og landslag Galápagoseyja.

Ljósmyndasýning á Dagamun í Menntaskólanum að Laugarvatni 2011.

Þann 12. febrúar 2009 voru liðnar tvær aldir frá fæðingu Charles Darwin og 150 ár frá því að tímamótarit Darwins „Uppruni tegundanna“ (On the Origin of Species) kom út í fyrsta sinn. Þar byrti Darwin þróunarkenningu sína í fyrsta skipti opinberlega en hún átti eftir að gjörbylta hugmyndum manna í ýmsum fræðigreinum og hafa djúptæk áhrif á vísindalega hugsun allar götur síðan.

Þessi tvöföldu tímamót urðu kveikjan að því gefin var út bókin „Arfleifð Darwins, þróunarfræði, náttúra og menning“ og fleiri atburða sem ritstjórn bókarinnar stóð fyrir og nefndust Darwin-dagar 2009. Má þar nefna ritgerðarsamkeppni framhaldskólanema þar sem nemendur M.L. stóðu sig mjög vel og hrepptu bæði annað og þriðja sætið. Í framhaldi af útgáfu bókarinnar sýndi einn ritstjóri bókarinnar Hafdís Hanna Ægisdóttir myndir sem hún tók á Galapagoseyjum í febrúar og mars 2007. En á Galápagoseyjum fékk Darwin innblástur að hugmyndum sínum um þróun lífvera sem síðar urðu að þróunarkenningunni.

Hafdís Hanna lærði líffræði við Háskóla Íslands og lauk meistaraprófi þaðan 2003 í æxlunarvistfræði. Í framhaldi af því tók stundaði hún rannsóknir í plöntuvistfræði við Háskólanum í Basel í Sviss og lauk þaðan doktorsprófi en í tengslum við doktorsverkefni sitt bauðst henni að taka þátt í rannsóknarferð til Galápagoseyja.

Í tilefni af Dagamun lánar Hafdís Hanna myndirnar til Menntaskólans að Laugarvatni þar sem þær verða til sýnis í matsal skólans næstu vikurnar.