Laugardaginn 28. nóvember stóðu nemendur í Grafískri myndvinnslu að ljósmyndasýningu á verkum sínum. Sýningin var haldin í Gullkistunni, Dalbraut 1 (Gamla Tjaldó) í tengslum við árlega dagskrá á Laugarvatni í upphafi aðventunnar.
Kristveig Halldórsdóttir er kennari hópsins.
Þau sem tóku þátt í sýningunni voru:
Kristinn Hrafnsson
Nökkvi Alexander Rounak Jónsson
Hugrún Harpa Björnsdóttir
Valgeir Bragi Þórarinsson
Vilhjálmur Snær Ólason
Inger Erla Thomsen
Nemendurnir tóku á móti gestum með kaffi, vöfflum og öðrum veitingum, fjöldi fólks kom á sýninguna og var dagurinn hinn ánægjulegasti.
KH/pms