ungmennaradFimmtudaginn síðasta komu góðir gestir í heimsókn í lífsleikni í fyrsta bekk. Þetta voru þau Hannah Bryndís Proppé-Bailey og Kristinn Jóhannsson en þau komu til að kynna fræðslumyndbandið „Einelti er ekkert grín“. Þau Hannah Bryndís og Kristinn eru meðlimir í Ungmennaráði Miðborgar og Hlíða, en ráðið hlaut styrk frá Evrópu unga fólksins vorið 2010 til að vinna að fræðsluefni til að sporna gegn einelti. Fræðslumyndbandið samanstendur af 6 stuttmyndum, en ungmennaráðið sá um að semja handritin, leikstjórn, upptökur, klippingu og frágang. Heimsóknin heppnaðist afar vel og líflegar umræður spruttu upp um þetta krefjandi mál. Þess má geta að nemandi í fyrsta bekk, Anna Dóra Aldísardóttir, er einnig í ungmennaráðinu og hjálpaði til við skipulagningu heimsóknarinnar.

 Ég þakka Hönnuh Bryndísi, Kristni og Önnu Dóru fyrir góðan lífsleiknitíma.

Aðalbjörg Bragadóttir.