Ákvörðun var tekin á kennarafundi í þessari viku að ljúka haustönninni í fjarnámi. Einhverjir nemendur verða boðaðir í hús á námsmatstímanum. Allt kapp verður lagt á að skipuleggja vorönnina vel og vonir standa til þess að hægt verði að bjóða upp á aukið staðnám.

Reglugerð sem nú er í gildi varðandi skólastarf rennur út þann 17. nóvember og þá verður vonandi hægt að slaka á þeim hertu aðgerðum sem nú standa yfir í samfélaginu. Það þykir helst þjóna hagsmunum nemenda að boða ekki fleiri í hús í staðnám þegar svo stutt er eftir af önninni. Einnig er vonast til að minni óvissa í kringum komur í hús verði til þess að nemendur eigi betra með að einbeita sér að náminu og lestri námsefnisins.

  1. bekkur verður alfarið í fjarvinnu á námsmatstíma
  2. bekkur verður alfarið í fjarvinnu á námsmatstíma
  3. bekkur verður í staðvinnu og fjarvinnu á námsmatstíma

Námsmatstafla verður birt á næstunni.

Skólameistari