Lovísa Guðlaugsdóttir, stúdent úr ML árið 2015, kom í heimsókn inn í íslenskutíma hjá fjórða bekk í morgun. Það kynnti hún með prýði nám í íslensku við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, en Lovísa leggur stund á íslensku og er á sinni þriðju önn. Það var verulega gaman að fá hana aftur „heim“ og nemendur spurðu þessa gömlu skólasystur sína út í lífið í HÍ, íslenskunámið, félagslífið og allt hitt sem bíður þeirra handan við hornið. Það fór straumur yfir hópinn þegar við ræddum þá staðreynd að eftir þrjá mánuði verða þau útskrifuð úr ML og veröldin bíður þeirra, með öllum sínum möguleikum.
Heimsóknin var liður í kynningarherferð íslenskudeildar og það var verulega ánægjulegt að heyra og sjá hvar Lovísa er stödd í háskólalífinu núna, aðeins tæpum tveimur árum eftir útskrift. Nú er að sjá hvort fleiri ML-ingar feti í hennar fótspor innan íslenskudeildar.
Ég þakka Lovísu kærlega fyrir komuna og fjórða bekk fyrir skemmtilegar samræður.
Aðalbjörg Bragadóttir, fagstjóri í íslensku.