Magdalena Katrín hampar HljóðkútnumSöngkeppni skólans „Blítt og létt“ var haldin fyrir fullu húsi s.l. fimmtudag. Eftir að fjölbreyttri og vandaðri dagskránni var lokið stóð Magdalena Katrín Sveinsdóttir uppi sem sigurvegari, en hún flutti lag hljómsveitarinnar The Police, Roxanne  Hún hóf því verðlaunagripinn Hljóðkútinn á loft öðru sinni, en hún bar einnig sigur úr býtum á síðasta ári.  Í öðru sæti varð Fjóla Bergrún Sigmarsdóttir, sem flutti lag Arethu Franklin: Natural Woman og þriðja sætið tók Lovísa Guðlaugsdóttir með flutningi sínum á lagi Zedd(ar), Clarity. Þarna röðuðu stúlkur sér í þrjú efstu sætin í jafnri keppni. 

Það voru einnig veitt verðlaun fyrir skemmtilegasta atriðið. Þar reyndist atriði Daða Geirs Samúelssonar (Daða og dúllanna) standa fremst, en það má segja að Daði hafi slegið í gegn með flutningi sínum á gríska Evrovision framlaginu Shake it.

Söngkeppnin hefur verið í tiltölulega föstum skorðum undanfarin ár og einn fastra liða er dans stúlkna í 4ða bekk. Hann var á dagskrá sem fyrr og var þessu sinni einstaklega vel samhæfður og lauk með snúningi sem enginn átti von á. Það var nýmæli þessu sinni, að piltar í 4ða bekk fluttu einnig eftirtektarvert dansatriði í grænum sokkabuxum. 

pms

Myndir frá keppninni – Myndirnar tók ljósmyndari Mímis