magdalenaÍ söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri, laugardaginn 5. apríl, söng Magdalena Katrín Sveinsdóttir, frá Selfossi fyrir hönd skólans í úrslitum og auðvitað af stakri prýði. Magdalena ætlar að ljúka stúdentsprófi af félagsfræðibraut á þessu vori.

Í úrslitunum voru óvenjumargir hæfileikaríkir þátttakendur þessu sinni og þar átti okkar kona sannarlega heima og við erum stolt af frammistöðu hennar.

pms