SPA53913Málfundur 1. bekkjar var haldinn 29. nóvember síðastliðinn. Hefð er fyrir því í íslensku 103 að báðir bekkirnir undirbúi málfund saman.
Fundarstjórn og öll önnur fundarstörf voru í höndum nemenda. Þrír nemendur mæltu fyrir því að eftirlitsmyndavélar yrðu settar upp á vistum og göngum skólans. Aðrir þrír andmæltu þeirri tillögu. Á eftir þeim töluðu aðrir andmælendur og stuðningsmenn og voru umræðurnar fjörugar.

Fundurinn fór vel fram og starfsmenn fundarins sáu til þess að dagskráin gekk snurðulaust fyrir sig. Kennarar 1. bekkjar eru Áslaug Harðardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir Kolka. Myndir af fundinum eru inni á heimasíðunni.

 

ÁH og IJK