malfundurMálfundur fyrsta bekkjar var haldinn 21. nóvember síðastliðinn en hann er árlegt lokaverkefni í framsögn og ræðumennsku í íslensku 103. Þar sameinuðust báðir bekkir í stórum málfundi þar sem fylgt var helstu reglum um fundarsköp og rætt um hvort taka ætti upp frjálsa mætingu í Menntaskólanum að Laugarvatni.

Fundarstjórar stjórnuðu fundi af röggsemi, tímaverðir sáu til þess að allir héldu sig innan tímaramma, ritarar skráðu niður helstu atriði sem fram komu í máli fundarmanna, undirbúningsnefndin sá til þess að salurinn væri tilbúinn þegar fundurinn hófst og sömuleiðis atkvæðaseðlar, fundarhamar og fleira þess háttar, framsögumenn kynntu málefni fundarins og andmælendur og stuðningsmenn fylgdu þeim eftir með snjöllum ræðum. Allir inntu vel af hendi hlutverk sín og sameinuðust um að gera fundinn góðan og skemmtilegan. Í lokin fór fram leynileg atkvæðagreiðsla og leiddi hún í ljós að fundarmenn studdu ekki frjálsa mætingu við ML. Kennari í íslensku 103 er Ingibjörg Jónsdóttir Kolka.

IJK

Myndir í myndasafni