Þ3N islenskutimi 5að var stuð í íslensku 473 áðan þegar nemendur í 3N spiluðu málsháttaspil. Leikið var í tveimur hópum, nemendur drógu spjöld með fyrri eða seinni parti og markmiðið var að fá samstæðu. Sá nemandi sem náði flestum samstæðum vann. Á öðru borðinu fékk Emil Sigurðarson 4 málshætti en á hinu borðinu deildu þau Elínborg Anna, Hildur Guðbjörg og Viðar málsháttasnillingar sigrinum. Þetta var skemmtilegt uppbrot frá hefðbundinni kennslu og ágætis undirbúningur fyrir páskana og málshættina sem þeim fylgja.

Hér eru dæmi um málshætti sem unnið var með:

     Bók er best vina
     Hverjum þykir sinn fugl fagur
     Ekki er sopið kálið  þó í ausuna sé komið
     Glöggt er gests augað
     Tímarnir breytast og mennirnir með
     Oft verður góður hestur úr göldum fola
     Öll él birtir upp um síðir.

Ég þakka 3N fyrir ánægjulegan tíma

Aðalbjörg Bragadóttir íslenskukennari.

nokkrar myndir