Margt skemmtilegt er á döfinni hér í Menntaskólanum að Laugarvatni. Næsta vika er vika Dagamunar, Dollans og árshátíðarinnar. Miðvikudaginn og fimmtudaginn 14.-15. mars gera nemendur og starfsfólk skólans sér dagamun. Þá er öll almenn kennsla felld niður og í stað koma ýmsir fyrirlestrar og námskeið sem nemendur geta skráð sig í.
Föstudaginn 16. mars verður haldin Dolli og árshátíð. Á Dollanum er nemendum og starfsfólki skólans skipt í lið sem keppa í óvenjulegum þrautum fyrir bikar. Föstudagskvöldið verður árshátíð skólans haldin. Í ár er þemað „Happily ever after“.
Ólafía Sigurðardóttir ritnefndarformaður Mímis