efnafrkeppniKjartan Helgason frá Flúðum, nemandi í 4 N, náði þeim frábæra árangri að verða meðal 15 efstu í undankeppni efnafræðinnar sem haldin var nú í febrúar, en það er Efnafræðifélag Íslands sem stendur að þessari árlegu keppni. Kjartan mun því taka þátt í úrslitakeppninni, sem fram fer helgina 19. og 20. mars nk. í Reykjavík.

Fjórum efstu keppendum úrslitakeppninnar verður boðið að taka þátt í 1. norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður í Kaupmannahöfn 4.-9. júlí og 49. Ólympíukeppninni í efnafræði sem haldin verður í Georgíu dagana 23. júlí – 1. ágúst í sumar.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri : Baldur Garðarsson fagstjóri í efnafræði, Kjartan Helgason og Lóa Björk Óskarsdóttir efnafræðikennari.

Hamingjuóskir flytjum við Kjartani með ágætan árangur og megi honum ganga sem best í úrslitakeppninni sem framundan er.

BG/pms