Samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda hefur Menntaskólanum að Laugarvatni verið lokað í bili.
Nemendur hafa verið sendir til síns heima og kennsla fellur niður í dag, fimmtudaginn 25. mars.
Gert er ráð fyrir óhefðbundnu skólastarfi á morgun, föstudaginn 26. mars, og svo hefst páskaleyfi.
Óljóst er á þessari stundu hvernig skólastarfi verður háttað eftir páskaleyfi. Stjórnvöld hyggjast móta
tillögu að skólastarfi á næstu dögum í samráði við skólameistara.
Nemendum verður tilkynnt um framhaldið um leið og frekari upplýsingar liggja ljósar fyrir.
Menntaskólinn að Laugarvatni óskar nemendum sínum ánægjulegs páskaleyfis.
Jóna Katrín Hilmarsdóttir
skólameistari