Skólahald í Ml mun hefjast samkvæmt stundatöflu kl. 8:15 miðvikudaginn 7. apríl. Um staðnám er að ræða og því skyldumæting hjá nemendum. Sóttvarnarreglur leyfa 30 manna hópa í framhaldsskólum og skólinn getur því tekið við öllum nemendum. Núgildandi reglugerð gildir til 15. apríl. Áfram verður grímuskylda í öllum kennslustundum.  

Mikilvægt er að hafa í huga að nú eru nemendur að koma úr öllum áttum í skólann eftir nokkurra daga dvöl í páskaleyfi. Gríðarlega mikilvægt er að sinna sóttvörnum vel á vistinni og í skólanum. Nemendur og starfsfólk er hvatt til að vera duglegt að sápuþvo, spritta og bera grímur. 

Jóna Katrín