Nú er miðannarmat smám farið að birtast í INNU og kennarar munu ljúka matinu á mánudaginn kemur. Það er mikilvægt að foreldrar fari yfir matið með börnum sínum og ræði það. Miðannarmat byggir ekki endilega að prófum eða verkefnum, en er frekar nokkurs konar huglægt mat kennara á stöðu nemenda í einstökum greinum, sem auðvitað byggir að talsverðu leyti á frammistöðu þeirra, ástundun og vinnubrögðumHeimavist_vetur_thumb150_. Í þetta skipti verður matið sent í pósti til forráðamanna nýnema, en síðan birtist það eingöngu í INNU.

Fyrsta skólasóknartímabili er nú lokið og nemendur hafa fengið upplýsingar um stöðu sína. Þeir hafa frest til morgundagsins, föstudags, til að gera athugasemdir við uppgjörið. Eftir helgi verður það sent í pósti til forráðamanna ólögráða nemenda og einnig aðstandenda þeirra sem hafa veitt umboð vegna veikindatilkynninga.

 

pms