litlaÁ morgun, föstudag 13. mars kl. 17:00, frumsýnir leikhópur Nemendafélagsins Mímis Litlu Hryllingsbúðina í Aratungu í leikstjórn Hafsteins Thor (Hafsteins Þórs Auðunssonar). 35 nemendur hafa staðið að undirbúningnum, en hann hófst nokkru fyrir áramót.

Litla Hryllingsbúðin er upprunalega gamanmynd frá árinu 1960 sem er svo búið að breyta yfir í söngleik sem hefur farið sigurför um heiminn. Endurgerð myndarinnar kom út 1986 með þeim Rick Moranis, Ellen Greene og Steve Martin í aðalhlutverkum. Hafsteinn Thor leikstjóri og leikhópurinn Mímir hafa unnið hörðum höndum við þessa uppsetningu þar sem hópurinn hefur smíðað og útbúið allt það við kemur sýningunni og er þar að nefna helst, plöntuna Auði 2 ásamt því að heil hljómsveit verður með í för sem heldur upp stemningunni!

SÝNINGAR:

Að lokinni frumsýningu verður verkið sýnt sem hér segir:

14. mars  kl. 20:00 Aratunga
15. mars kl. 14:00 Aratunga
18. mars kl. 20:00 Þingborg, Flóahreppi
19. mars kl. 20:00 Félagsheimili Seltjarnarness
20. mars kl. 20:00 Félagsheimilið Heimaland, V-Eyjafjöllum
21. mars kl. 16:00 Leikskálar, Vík
22. mars kl. 20:00 Félagsheimilið Hvoll, Hvolsvelli

Það má senda miðapantanir á netfangið solveigthr@ml.is 
Miðaverð:
fullorðnir kr 2500
11-14 ára kr. 1000
10 ára og yngri FRÍTT

pms