bett2017Dagana 25. – 29. janúar fór fjögurra manna hópur úr ML til London á tölvutæknisýninguna Bett (e. British educational traning and technology show) – http://www.bettshow.com/

Sýningin er haldin ár hvert en „trendið“ þetta árið var forritun.  Margt fyrirtækið var að sýna nýjasta nýtt í heimi forritunar og kynna þægilegar og skemmtilegar leiðir til að flétta henni inn í kennslu. Mikill fjöldi fyrirlestra og málstofa var í boði um eitt og annað, t.d. var Antony Salcito varaforseti kennslusviðs Microsoft með skemmtilegan og hvetjandi fyrirlestur um framtíðarsýn Microsoft.  Sir Ken Robinson var með fyrirlestur um hvernig hugmyndafræði hans hefur verið nýtt í skólum um allan heim og svo mætti lengi telja.  Sýningarsvæðið er mjög viðamikið og stórt og oft leynast gullmolar inn á milli, vandinn er stundum að finna þá en þar sem við vorum mjög fjölbreyttur hópur tókst okkur að fá fullt af nýjum hugmyndum til að miðla á milli okkar og áfram til nemenda.

Að lokum er rétt að nefna að kennarar voru duglegir að senda snöpp frá Bett og gáfu þannig áhugasömum tækifæri  á að upplifa sýninguna í rauntíma. Addið okkur á Snapchat: kennararml

Ella Jóna